Fréttir
Haustnámskeiðin hefjast í lok ágúst. Skráning er hafin!
IMG Golf Fitness 50+
Vellíðan – leikni – árangur
- Tímabil: 26.08 – 2.10.
- þriðjudaga og fimmtudaga 17:10 – 17:55.
- 6 vikna námskeið, 2x í viku. Verð: 24.600 kr.
- 6 vikna námskeið, 1x í viku. Verð: 12.300 kr.
IMG Golf Fitness námskeiðin eru sniðin að þörfum kylfinga 50 ára og eldri þar sem markvisst er unnið í að bæta hreyfigetu líkamans í gegnum alhliða liðleika-, teygju- og styrktarþjálfun. Sérstök áhersla er lögð á æfingar fyrir miðju- og mjaðmasvæði líkamans. Notuð er tónlist í æfingum sem eykur ánægju og hjálpar til við að þjálfa rythma og samhæfingu.
Hóptímar í skemmtilegum félagsskap, bæði fyrir karla og konur.

IMG Vellíðan, konur 50+
Gæðaþjálfun í góðum félagsskap
- Tímabil: 25.08 – 2.10.
- Mánudaga og fimmmtudaga kl.9:25 – 10:15.
- 6 vikna námskeið, 2x í viku. Verð: 24.600 kr.
Morguntímar fyrir hressar konur 50+ þar sem markvisst er unnið í að bæta líkamlegt hreysti og vellíðan í gegnum fjölbreytt æfingakerfi. Notast er við lóð, teygjubönd og eigin mótstöðu í styrktaræfingum með áherslu á jafnvægi og djúpvöðvastyrk. Unnið er gegn stirðleika í gegnum dásamlegar liðleika- og teygjuæfingar. Námskeiðin innihalda fullt af fjölbreyttum og orkugefandi æfingum þar sem gæði, metnaður og gleði eru í fyrirrúmi.
Nánari upplýsingar veitir Irma á netfangið irma@internet.is

IMG heilsurækt í samstarfi við Golfskálann
Sláðu tvær flugur í einu höggi!
Golfferð til Spánar með Golf Fitness tímum.

Teygt og liðkað á Sólþakinu í golfferðum Golfskálans til Almerimar á Spáni
Golfskálinn býður upp á golfferðir til Almerimar á Spáni og eru ferðirnar í samstarfi við IMG heilsurækt en Irma er fararstjóri í ferðunum ásamt manninum sínum Guðjóni Bragasyni.
Auk þess að sjá um fararstjórn í ferðum Golfskálans til Almerimar býður Irma farþegum upp á sérsniðna Golf Fitness tíma sem hafa það að markmiði að auka ánægju, upplifun og vellíðan kylfinga í ferðunum. Í boði eru dásamlegar liðleika- og teygjuæfingar sem stuðla að endurheimt líkamans eftir golfið. Æft er við ljúfa tónlist, undir berum himni á sólþaki hótelsins. Í undanförnum ferðum hafa tímarnir verið vel sóttir af farþegum og mikil ánægja með æfingarnar. Nánari upplýsingar um Almerimar golfsvæðið og ferðirnar er að finna á vef Golfskálans, https://golfskalinn.is/almerimar/
