Um IMG Heilsurækt
– Það er aldrei of seint að byrja –
Öll námskeið á vegum IMG heilsuræktar eru sérstaklega þróuð út frá danstengdri og fjölþættri líkamsrækt með það að markmiði að auka líkamlegt hreysti og vellíðan. Lögð er áhersla á gæðakennslu, persónulegt viðmót og öryggi í æfingum. Tímarnir hjá IMG heilsurækt eru í formi hóptímakennslu, ætlaðir 50 ára og eldri, byrjendum sem og lengra komnum. Með hækkandi aldri er sérstaklega mikilvægt að finna sér líkamsrækt við hæfi sem og hvetjandi andrúmsloft. Hóptímar í góðum félagsskap eru sérstaklega líflegt og skemmtilegt æfingaform. Komdu og vertu með!
Reglubundin þjálfun skilar sér í bættri heilsu
Fjölbreyttni í æfingum og reglubundin ástundun tryggir þér árangur að bættri heilsu. Ef þú ert tímabundin/n er 1x í viku betra en ekkert, 2 – 3x í viku er enn betra 🙂 Aðalmálið er að finna líkamsrækt við sitt hæfi og byrja að æfa.
Frír prufutími!
Þér velkomið að mæta í frían prufutíma. Skráning í prufutíma er í gegnum irma@internet.is
Þjálfarinn þinn
Irma á að baki 40 ára feril sem dans- og líkamsræktarkennari en dans- og líkamsþjálfun hefur verið hennar lífsstíll frá barnæsku. Hún æfði afreksmiðað sem barn og unglingur, var í fimleikum í Gerplu og lauk 10 ára dansnámi frá Jazzballettskóla Báru. Í gegnum árin hefur Irma sótt fjölmörg þjálfaranámskeið heima og erlendis í dansi og líkamsrækt en auk þess lauk hún meistaranámi í listkennslu frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Samhliða danskennslu og danstengdum störfum hefur Irma alltaf þjálfað og kennt líkamsrækt. Hún lagði stund á keppnisþolfimi um tíma og varð m.a. Íslandsmeistari kvenna í greininni. Helstu áhugamál hennar fyrir utan dans og líkamsrækt eru golf og ferðalög en auk þess að kenna líkamsrækt starfar Irma sem fararstjóri í golfferðum Golfskálans á Spáni. Irma er mjög metnaðarfull og leggur sig 100% fram við allt sem hún tekur sér fyrir hendur.
Kennslustaðir
Íþróttamiðstöðin Ásgarði, Garðabæ
Námskeiðin í Ásgarði fara fram í speglasal á 2.hæð. Frábær aðstaða er í Íþróttamiðstöðinni Ásgarði. Hægt er að bæta við sig æfingum í tækjasal ef vill og tilvalið er að nýta sér sundlaugina ásamt heitum og köldum pottum.
Þeir sem það vilja, greiða fyrir aðgang að sundlaug og/eða tækjasal í móttökunni.
Golfskáli GÖ, Öndverðarnesi
Yfir vetrartímann liggur hefðbundin starfsemi GÖ niðri og er því tilvalið að nýta aðstöðu golfskálans til heilsueflingar fyrir kylfinga og sumarbústaðaeigendur á svæðinu. Samfélagið í Öndverðarnesi hefur vaxið ört á undanförnum árum. Greinilegt er að fólki líður vel í sveitasælunni og er frábært að geta boðið upp á heilsueflandi þjónustu innan svæðisins. Salur golfskálans er rúmgóður og hlýlegur, frábær aðstaða í fallegu umhverfi.
Um IMG Heilsurækt
– Það er aldrei of seint að byrja –
Öll námskeið á vegum IMG heilsuræktar eru sérstaklega þróuð út frá danstengdri og fjölþættri líkamsrækt með það að markmiði að auka líkamlegt hreysti og vellíðan. Lögð er áhersla á gæðakennslu, persónulegt viðmót og öryggi í æfingum. Tímarnir hjá IMG eru í formi hóptímakennslu, ætlaðir 50 ára og eldri, byrjendum sem og lengra komnum. Með hækkandi aldri er sérstaklega mikilvægt að finna sér líkamsrækt við hæfi sem og hvetjandi andrúmsloft. Hóptímar í góðum félagsskap eru sérstaklega líflegt og skemmtilegt æfingaform. Komdu og vertu með!
Reglubundin þjálfun skilar sér í bættri heilsu
Fjölbreyttni í æfingum og reglubundin ástundun tryggir þér árangur að bættri heilsu. Ef þú ert tímabundin/n er 1x í viku betra en ekkert, 2 – 3x í viku er enn betra 🙂 Aðalmálið er að finna líkamsrækt við sitt hæfi og byrja að æfa.
Frír prufutími!
Þér velkomið að mæta í frían prufutíma. Skráning í prufutíma og allar nánari upplýsingar í gegnum irma@internet.is
Þjálfarinn þinn
Irma á að baki 40 ára feril sem dans- og líkamsræktarkennari en dans- og líkamsþjálfun hefur verið hennar lífsstíll frá barnæsku. Hún æfði afreksmiðað sem barn og unglingur, var í meistaraflokki í fimleikum hjá Gerplu og lauk 10 ára dansnámi frá Jazzballettskóla Báru, þar sem hún starfaði áður við kennslu og stjórnunarstörf. Í gegnum árin hefur Irma sótt fjölmörg þjálfaranámskeið heima og erlendis í dansi og líkamsrækt en auk þess lauk hún meistaranámi í listkennslu frá Listaháskóla Íslands árið 2012.
Samhliða danskennslu og danstengdum stjórnunarstörfum hefur Irma alltaf þjálfað og kennt líkamsrækt. Hún lagði stund á keppnisþolfimi um tíma og varð m.a. Íslandsmeistari kvenna í greininni. Helstu áhugamál hennar fyrir utan dans og líkamsrækt eru golf og ferðalög en auk þess að kenna líkamsrækt starfar Irma sem fararstjóri í golfferðum Golfskálans á Spáni. Irma er mjög metnaðarfull og leggur sig 100% fram við allt sem hún tekur sér fyrir hendur.
Kennslustaðir
Íþróttamiðstöðin Ásgarður, Garðabæ
Námskeiðin í Ásgarði fara fram í speglasal á 2.hæð. Frábær aðstaða til heilsuræktar er í Íþróttamiðstöðinni Ásgarði. Hægt er að bæta við sig æfingum í tækjasal ef vill og tilvalið er að nýta sér sundlaugina ásamt infarauðri gufu og heitum og köldum pottum. Þeir sem það vilja, greiða fyrir aðgang að sundlaug og/eða tækjasal í móttökunni.
Irma elskar golf og útivist. Ásamt námskeiðahaldi í Garðabæ hefur hún einnig staðið fyrir námskeiðum í Golf fitness hjá Golfklúbbi Öndverðarness í Öndverðarnesi undanfarin ár. Þá er klúbbhús GÖ nýtt sem æfingaaðstaða.